Author Archives: McGlee

„Baráttan við fitupúkann og fordómana“

Ég er ein af þessum „mjúku“, „þéttu“, „þybbnu“, „klípilegu“ eða hreinlega feitu konum sem fólk elskar að hata. Ég hef ekki alltaf verið feit, mjúk, þybbin eða klípileg. Ég var ein af gellunum, flott, grönn og skvísuleg og klæddi mig samkvæmt því í kjóla og fínerí. Nú hinsvegar léti ég ekki ná mér dauðri í read more »

Ég er mamman

Ég er mamman Barnið á brjóstið um leið og það fæðist svo enginn í mafíunni að þér hæðist Brjóst skaltu gefa í mánuði sex guðhjálpiþér gefirðu barninu kex Gefirðu pela ertu óhæf móðir þótt barninu finnist þeir yfirleitt góðir Mjaltavélina skaltu leigja Brjóst þín eru almenningseiga Það mega allir rýna og spyrja og pæla af read more »

Brjóttu upp daginn!

Án hreyfingar veslast vöðvar upp og verða að engu. Það sama má segja um heilann. Heilanum er nauðsynlegt að fá ný viðfangsefni og áskoranir að kljást við sem efla skilningarvitin. Keyrðu nýja leið í vinnuna! Leystu sudoku þraut! Hlustaðu á aðra útvarpsstöð en vanalega! Verslaðu í matinn í annarri búð, í öðru hverfi! Prófaðu að read more »

Kóriander, mangó, rauðlaukur og gúrka. Hvað er hægt að gera úr því?

Þessi fjögur meginhráefni gera dásamlega hráfæðissúpu sem er borin fram ísköld með grófu sjávarsalti og sítrónuólífuolíu. Það er líka hægt að gera dýrindis mangósalsa úr þessu og salsað sjálft er svo hægt að bera fram á marga vegu eða matreiða áfram. Súpuuppskriftina fann ég síðla kvölds á einum af mínum löngu internetrúntum. Hún Natasha hjá read more »

Appelsínusúkkulaðidúndur

Helgardesertinn! Í dag er föstudagur sem þýðir að á morgun er laugardagur! Á mínu heimili viðhöfum við þeirri góðu hefð að gera vel við okkur á laugardögum. Það gerum við með því að breyta út af hversdagsleikanum, fara í bæjarferð, bjóða vinum í dögurð, skella okkur í Húsdýragarðinn eða heimsækja jafnvel einn af þeim yndislegum sundstöðum read more »

Það er að ganga pest!

Það er að ganga pest! Reyndar er það ekkert nýtt, það er alltaf að ganga pest. Pestir ef ég á að vera nákvæm. Pestarnar ganga hring eftir hring allt árið um kring en af augljósum ástæðum er meira um þær þegar skólar og leikskólar eru í fullu fjöri með mikilli starfsemi. Barnið nær sér í read more »

Allrahanda réttur…

Þetta er eitthvað sem ég geri oft og finnst alveg rosalega gott. Ég geri þetta oftast á morgnanna, hef fengið mér þetta í hádegismat og jafnvel kvöldmat ef ég er ein heima og nenni engri fyrirhöfn. Krakkarnir hafa meira að segja fengið þetta í eftirrétt og líkað vel. Eins einfalt og hægt er að hafa read more »

Fokk!

Fokk Samkvæmt nýjustu rannsóknum er erfið hreyfing á meðgöngu ekki skaðleg hinu ófædda barni. Nú fýkur sú afsökun út í veður og vind! Það er kannski eins gott að ég er hætt barneignum, ég náði þó allavega að eiga mín þrjú yndislegu börn og naut þess að þurfa ekki að hreyfa á mér litla fingur read more »

Börnin veik heima og mamman sér um skemmtunina!

Það þekkja flestir eirðarleysið sem heltekur mann á síðustu dögum veikindahrinu hjá börnunum okkar. Þau eru orðin hress en ekki enn nógu hress til að fara í skólann eða leikskóla. Sama eirðarleysið getur gert vart við sig um helgar þegar veðrið bíður ekki uppá mikla útiveru. Þegar búið er að lita, lesa, kubba, kitla, knúsa, read more »

Játning

Ég þarf að gera játningu. Skuggalega og ljóta játningu. Ég elska að kreista bólur. Ég elska að horfa á aðra kreista bólur. Ég elska líka að kroppa sár og allskonar exem. Ég á erfitt með mig ef ég hitti fólk með áberandi bólu, sár, exem eða eitthvað sem hægt er að kroppa í eða kreista! read more »