Það var á fallegum degi, í sólríku landi við Miðjarðarhafið, sem ég átti samtal við mann frá Kósóvó. Myndarlegur maður, með svart hár og augu dekkri en dekksti miðnæturhiminn. Samtalið barst um heima og geima og ég spurði hann af einskærri forvitni hvað væri helsta náttúruauðlindin eða iðnaðurinn á þessu svæði. Eldurinn logaði í augunum read more
Við öllu viðbúin
Nú rignir yfir mann fréttum af inflúensu, slæmu kvefi og miklum veikindum. Enn sem komið er hefur mitt heimili sloppið en ég tel það vera tímaspursmál hvenær Frú Flensa bankar uppá. Komdu bara, ég er tilbúin! Þegar svínaflensufaraldurinn var yfirvofandi hérna um árið þá átti ég von á því að öll fjölskyldan myndi leggjast enda read more
Heimatilbúið hrökkbrauð
Hver kannast ekki við það þegar löngunin til að baka hellist yfir mann? Að gera eitthvað í eldhúsinu, eitthvað gott? Það þarf ekki alltaf að innihalda hveiti og súkkulaði þó það standi alltaf fyrir sínu. Þetta hrökkbrauð er eins gott á bragðið og það er einfalt! Það er tilvalið að skella í það á föstudagskvöldi read more
Stefnumót út árið
Við hjónin ákváðum þessi jólin að gefa hvort öðru litla jólagjöf í ár. Innan vinkonuhópsins hafði verið rætt um að gefa makanum stefnumótakassa og ég ákvað að slá til. Við hittumst eitt kvöldið í desember, spjölluðum, borðuðum konfekt, drukkum malt og appelsín, hlustuðum á jólatónlist, skiptumst á hugmyndum og föndruðum kassana. Allt sem þarf í read more
Möndlumuffins
Þessar virka einstaklega vel með kaffinu. 2 1/2 bolli hveiti 2 bollar sykur 250 g brætt smjör 1/2 tsk matarsódi 1/2 tsk salt 3 egg 1 dós kaffijógúrt 100g muldar möndlur 50-100 g hvítir súkkulaðidropar Öllu hrært saman og skellt í form. Muffinskökurnar geymast vel í kæli í nokkra daga, eru þéttar í sér og read more
Kræklingapestó
Það þarf ekki að vera flókið til að vera gott! Þess þá heldur að það þurfi að vera dýrt. Við ektamaðurinn höfum gaman af því að elda góðan mat, drekka gott vín og eiga saman gott spjall. Reglulega fáum við okkur góða og safaríka steik með almennilegri sósu og öllu tilheyrandi en oft höldum við read more
Á ferð og flugi – minnislisti fjölskyldunnar
Við förum í fríið…! Eitt af mínum uppáhaldsáhugamálum eru ferðalög og mér finnst fátt skemmtilegra en að skipuleggja ferðalög með fjölskyldunni. Það er þó ekki nóg að fjárfesta í flugmiða og leggja af stað. Eitt lykilatriði fyrir vel heppnaða fjölskylduferð er að skipuleggja farangurinn vel, ekki síst ef ferðast er með ung börn. Hér eru read more
Er grasið grænna hinum megin?
Oft og tíðum virðist grasið vera grænna hinum megin. Ég upplifi það reglulega í mínu lífi að finnast aðrir hafa það SVO miklu betra en ég og á það til að verða pínu abbó, en samt bara pínu! Algeng dæmi um þetta eru þegar ég fer með vinkonum mínum út að borða og þær panta read more
Tiltekt og þrif – leiðindi eða fjör?
Mér finnst alveg einstaklega leiðinlegt að þrífa og taka til. Heimili mitt ber þess samt yfirleitt ekki merki, ég reyni að taka til jafnóðum, þrífa þegar þarf, vaska strax upp eftir matinn og svo framvegis. En draslið á það til að safnast upp hjá einstæðri tveggja barna móður í fullu háskólanámi og það kemur fyrir read more
Heimilisverkópóló
Ég hef lengi barist við það að fá aðra á heimilinu til að átta sig á því að það er gott að vera í hreinu og fínu húsi. Börnin mín virðast una sér best með allt dótið sitt í stofunni, matinn á gólfinu, fötin út um allt og mömmu sína galandi um allar trissur. Við read more