Sunnudagar eru nammidagar á mínu heimili. Ég forðast það að fá mér nammi yfir höfuð þar sem ég er forfallinn nammigrís og myndi eflaust detta í‘ða eftir einn mola. Því fæ ég mér frekar gott kaffi á sunnudögum. Ég fór stundum á kaffihús og splæsti mér í rándýran latte með sírópi en eftir að ég read more
Category Archives: Uppskriftir
Kóriander, mangó, rauðlaukur og gúrka. Hvað er hægt að gera úr því?
Þessi fjögur meginhráefni gera dásamlega hráfæðissúpu sem er borin fram ísköld með grófu sjávarsalti og sítrónuólífuolíu. Það er líka hægt að gera dýrindis mangósalsa úr þessu og salsað sjálft er svo hægt að bera fram á marga vegu eða matreiða áfram. Súpuuppskriftina fann ég síðla kvölds á einum af mínum löngu internetrúntum. Hún Natasha hjá read more
Appelsínusúkkulaðidúndur
Helgardesertinn! Í dag er föstudagur sem þýðir að á morgun er laugardagur! Á mínu heimili viðhöfum við þeirri góðu hefð að gera vel við okkur á laugardögum. Það gerum við með því að breyta út af hversdagsleikanum, fara í bæjarferð, bjóða vinum í dögurð, skella okkur í Húsdýragarðinn eða heimsækja jafnvel einn af þeim yndislegum sundstöðum read more
Jógúrtkökur jómfrúarinnar
Þar sem við á heimilinu eru sérlegir sælkerar og súkkulaðisnúðar bakar húsfrúin reglulega sætabrauð og reynir endrum og eins að gera það hollara. Í þessu tilfelli dettur mér það ekki í hug þar sem þessar kökur sem kallast jógúrtkökur hér á heimilinu eru bara of góðar svona dísætar og fullar af súkkulaði. Minnsti grísinn fær read more
Allrahanda réttur…
Þetta er eitthvað sem ég geri oft og finnst alveg rosalega gott. Ég geri þetta oftast á morgnanna, hef fengið mér þetta í hádegismat og jafnvel kvöldmat ef ég er ein heima og nenni engri fyrirhöfn. Krakkarnir hafa meira að segja fengið þetta í eftirrétt og líkað vel. Eins einfalt og hægt er að hafa read more
Salat til að njóta
Að gera vel við mig í mat er eitt af aðaláhugamálunum mínum. Það er eitthvað svo notalegt að borða góðan mat í góðra vina hópi eða jafnvel bara ein með sjálfri mér, í friði og ró. Góður matur þarf ekki að vera flókinn og oft er einfalt betra. Þetta salat varð til eitt kvöldið þegar read more
Fljótlegar og einfaldar gulrótarmuffinskökur
Á heimili mitt kemur reglulega ungur drengur sem er alveg óskaplega matvandur. Fyrir tilraunakokk eins og mig er fátt leiðinlegra en að heyra, ,,ég borða ekki svona“ eða ,,mér finnst þetta vont“ áður en einn einast munnbiti hefur náð að kitla bragðlauka unga mannsins. Sami drengur er athafnasamur og orkumikill og ef dagurinn á ekki read more