Það er fátt eins gott með morgunmatnum og heimagert músli. Á mínu heimili kallast þetta krums og mamma hefur gert svona alveg frá því ég man eftir mér og það er alltaf jafn gott! Börnin mín elska þetta og í gegnum tíðina hef ég aðeins leikið mér með uppskriftina þó mömmukrums standi ennþá fyrir sínu. read more
Category Archives: Uppskriftir
Einfaldur fiskréttur
Stundum opna ég ísskápinn og það er bara ekkert til. Samt er einhvern veginn ekki pláss fyrir svo mikið sem eitt skinkubréf til viðbótar. Í gær tók ég áskoruninni og það var ekki máltíð af verri endanum sem rataði á diskana. Ég byrjaði á því að týna grænmetiskostinn til, hann var nú óvenju fátæklegur en read more
Sláðu í gegn í saumaklúbbnum!
Hérna er smáréttur sem er tilvalinn til að taka með í saumaklúbbinn. Þetta er líka ágætis snarlréttur ef einhver afgangur er, þá er hægt að smyrja þessu á ristað brauð og jafnvel skella smá sultu með. Eins og allt sem mér finnst gott þá er þetta einfalt og þægilegt í framkvæmd. Efnistök og innihald 1 read more
Ekki vera lummó
Grjónagrautur er örugglega uppáhaldsmaturinn hjá börnunum á þessu heimili. Stundum á föstudögum höfum við grjónagraut í matinn fyrir þau og þegar þau eru farin í háttinn eldum við hjónin eitthvað flott handa okkur og opnum jafnvel eina flösku með. Á laugardagsmorgninum er svo tilvalið að nota afganginn af grautnum og steikja ekta gamaldags lummur ofan read more
Indverskt þema
Ég á mjög erfitt með að fylgja uppskriftum. Það er mér eiginlega ómögulegt. Í langan tíma langaði mig til þess að elda indverskan rétt, en ég treysti mér ekki í það af því að ég hafði enga tilfinningu fyrir því hvað ég væri að gera. Þekkti ekki kryddin eða hlutföllin og vissi ekkert hverju ég gæti read more
Hafraklattar Gyðjunnar
Í dag ætla ég að deila með ykkur uppskrift af hafraklöttum, þeir eru ótrúlega fljótlegir í bæði undirbúningi og bakstri! Og eru líka alveg ótrúlega bragðgóðir. Hráefnið er eitthvað sem er nánast alltaf til á öllum heimilum, börnin elska þetta í nesti í skólann, karlinn í vinnuna og ég narta í þetta meðan ég elda read more
Páskakökur
Hví ekki að gleðja sinn innri páskaunga með páskakökum? Hér er hugmynd sem hentar fyrir alla í fjölskyldunni til þess að gefa sköpunargleðinni lausan tauminn. Hentar vel fyrir: fólk sem vill skemmta sér… fólk sem vill óvenjulegt páskaskraut fólk sem vill skemmta börnunum sínum… fólk sem vill slá í gegn í páskaboðinu… fólk sem vantar read more
Græna gyðjan
Ég veit fátt betra en að hefja daginn á hollum, góðum og brakandi ferskum safa! Það er um að gera að fá sér hollan og næringarríkan morgunsafa um páskana, sér í lagi þar sem við leyfum okkur oft meira yfir hátíðar og gerum vel við okkur í mat og drykk. Við njótum þess enn betur read more
Einu sinni er allt fyrst…
Fyrir stuttu átti ég létt spjall við vinkonu, í trúnaði deildi hún dálitlu ótrúlegu með mér. Ég viðurkenni að ég varð hálf slegin eftir samtalið. Gat verið að hún hefði í alvöru aldrei bakað marengs? Marengs er nú ekki flókinn hugsaði ég. Bara passa að þeyta eggjahvíturnar vel, bæta sykri, baka lengi en ekki gleyma read more
Stóra smákakan
Big cookie eða stóra smákakan er algjörlega uppáhalds í öllum mínum vinkvennahópum og umtöluð í hvert skipti sem hún er borin fram. Ég ákvað að deila gleðinni með ykkur hinum! Gjörið svo vel! Fyrir nokkru síðan áskotnaðist mér uppskrift að svo skotheldri köku að nánast engin önnur kemst með tærnar þar sem hún hefur hælana. read more