Category Archives: Uppskriftir

Bananabrauð

Ég elska bananabrauð! Hver sá sem datt í hug að stappa saman banönum, eggi og hveiti og baka er snillingur. Þetta er svo einfalt og gott. Ég styðst iðulega við uppskriftina frá Rögnu á ragna.is og hún gaf mér góðfúslegt leyfi til að endurbirta hana hér. Ég er ekki vön að halda mig við uppskrift read more »

Kjúklingaborgari í kvöld!

Vantar þig hugmynd að fljótlegum, einföldum og hrikalega góðum kvöldmat? Ég gerði kjúklingaborgara um daginn, ég hafði temmilegar væntingar til bragðs þar sem ég var að gera þetta í fyrsta skipti og skellti bara einhverju útí sem ég átti til. Stunur míns ektamanns við matarborðið á meðan hann át borgarann í sæluvímu sögðu mér að read more »

Naut og bernaise!

Nautasteik með ,,bernes“ Það er ekkert betra en heilgrilluð nautalund með bernes og bakaðri kartöflu. Ekkert. Þetta er hátíðarmaturinn á mínu heimili, eldað við sérstök tilefni eins og afmæli, áramót og þessháttar. Áður en við masteruðum nautið fengum við okkur oft nautasteik þegar við fórum út að borða en það eru liðnir tímar, nú er read more »

Spínat- og fetafyllt kjúklingabringa

Hvað er dásamlegra en fetaostur? Fetaostur blandaður við spínat og troðið innan í kjúklingabringu kannski? Þetta er of gott til að prófa ekki! Kjúklingabringur, ein á mann. Skerið vasa í bringurnar en passið að skera ekki í gegn. Hvítlaukur, magn eftir geðþótta. Spínat, einn poki. Fetaostur. Salt og pipar. Beikonsneiðar. Steikið smátt saxaðan hvítlaukinn í read more »

Allskonar ofan á brauð…eða kex?

Það er alveg nauðsynlegt að bjóða uppá eitthvað gott þegar gesti bera að garði, er það ekki? Hvað þá að mæta með eitthvað dýrindis gúmmelaði í saumaklúbbinn eða í vinnuna og gleðja vinnufélagana? Hér eru nokkrar hugmyndir af góðum salötum, sem virka alveg jafnvel hvort sem þau fara ofan á ristaða brauðsneið, snittubrauð, gott kex read more »

Einfaldur en samt svo góður – nachosréttur!

Þessi réttur er mjög vinsæll á mínu heimili og slær alltaf í gegn, er svo skemmtilegur og góður! Það sem þú þarft í hann er: Doritos eða aðrar nachos flögur Kjúklingur – kryddaður með mexíkósku kryddi (tilvalið að nota afganga) Tómatar Avacado Rauðlaukur Hvítlaukur, paprika, kóríander og/eða ólívur ef vill, eða bara hvað sem þér read more »

Tómatar og basilíka

Það var á fallegum degi, í sólríku landi við Miðjarðarhafið, sem ég átti samtal við mann frá Kósóvó. Myndarlegur maður, með svart hár og augu dekkri en dekksti miðnæturhiminn. Samtalið barst um heima og geima og ég spurði hann af einskærri forvitni hvað væri helsta náttúruauðlindin eða iðnaðurinn á þessu svæði. Eldurinn logaði í augunum read more »

Heimatilbúið hrökkbrauð

Hver kannast ekki við það þegar löngunin til að baka hellist yfir mann? Að gera eitthvað í eldhúsinu, eitthvað gott? Það þarf ekki alltaf að innihalda hveiti og súkkulaði þó það standi alltaf fyrir sínu. Þetta hrökkbrauð er eins gott á bragðið og það er einfalt! Það er tilvalið að skella í það á föstudagskvöldi read more »

Möndlumuffins

Þessar virka einstaklega vel með kaffinu. 2 1/2 bolli hveiti 2 bollar sykur 250 g brætt smjör 1/2 tsk matarsódi 1/2 tsk salt 3 egg 1 dós kaffijógúrt 100g muldar möndlur 50-100 g hvítir súkkulaðidropar Öllu hrært saman og skellt í form. Muffinskökurnar geymast vel í kæli í nokkra daga, eru þéttar í sér og read more »

Kræklingapestó

Það þarf ekki að vera flókið til að vera gott! Þess þá heldur að það þurfi að vera dýrt. Við ektamaðurinn höfum gaman af því að elda góðan mat, drekka gott vín og eiga saman gott spjall. Reglulega fáum við okkur góða og safaríka steik með almennilegri sósu og öllu tilheyrandi en oft höldum við read more »