Blómabændur biðja okkur um að segja það með blómum. Þeir segja ekki hvernig blómum þó! Það eru páskar á næsta leyti og því sagði ég fjölskyldunni minni það með gulum smjörkremsblómum.
Category Archives: Skemmtilegheit
Út að leika með börnin og myndavélina
Það er ómetnalegt að eiga fallegar myndir af fjölskyldunni. Hvernig væri að nýta góða veðrið og fara með krakkana út í garð og taka af þeim fallegar myndir? Prófaðu að taka með sápukúlur, það setur skemmtilegan svip á myndirnar. Ef þú ert venjulega fyrir aftan myndavélina fáðu makann til að koma með og smella af read more
Húsmæðrablús
Ég gerði afdrifarík mistök þegar ég fór að búa með unnusta mínum fyrir hartnær 10 árum síðan. Við vorum bæði ung og að flytja að heiman í fyrsta sinn. Hvorugt okkar þótt sérstaklega heimilislegt og því voru símtöl til mömmu ansi tíð á fyrstu vikum og mánuðum. Það að sjóða kartöflur, hrísgrjón, fisk og elda read more
Kanillatté
Sunnudagar eru nammidagar á mínu heimili. Ég forðast það að fá mér nammi yfir höfuð þar sem ég er forfallinn nammigrís og myndi eflaust detta í‘ða eftir einn mola. Því fæ ég mér frekar gott kaffi á sunnudögum. Ég fór stundum á kaffihús og splæsti mér í rándýran latte með sírópi en eftir að ég read more
Brjóttu upp daginn!
Án hreyfingar veslast vöðvar upp og verða að engu. Það sama má segja um heilann. Heilanum er nauðsynlegt að fá ný viðfangsefni og áskoranir að kljást við sem efla skilningarvitin. Keyrðu nýja leið í vinnuna! Leystu sudoku þraut! Hlustaðu á aðra útvarpsstöð en vanalega! Verslaðu í matinn í annarri búð, í öðru hverfi! Prófaðu að read more
Núna er tíminn!
Núna er rétti tíminn til þess að gleðja líkama og sál, aðallega bragðlaukana þó og planta kryddjurtum. Hver vill ekki eiga fullan eldhúsglugga af girnilegu basil og kóríander sem nota má í eldamennskuna? Hvað þá fullt ker af ilmandi myntu og graslauk á svölunum eða í garðinum! Auk þess sem að fátt er betra en read more
Fokk!
Fokk Samkvæmt nýjustu rannsóknum er erfið hreyfing á meðgöngu ekki skaðleg hinu ófædda barni. Nú fýkur sú afsökun út í veður og vind! Það er kannski eins gott að ég er hætt barneignum, ég náði þó allavega að eiga mín þrjú yndislegu börn og naut þess að þurfa ekki að hreyfa á mér litla fingur read more
Játning
Ég þarf að gera játningu. Skuggalega og ljóta játningu. Ég elska að kreista bólur. Ég elska að horfa á aðra kreista bólur. Ég elska líka að kroppa sár og allskonar exem. Ég á erfitt með mig ef ég hitti fólk með áberandi bólu, sár, exem eða eitthvað sem hægt er að kroppa í eða kreista! read more