Category Archives: Skemmtilegheit

Ofureinfalt „makeover“

Elska ekki allir IKEA? Ég geri það a.m.k og hef gert frá því ég man eftir mér! Upphaflega var það líklega boltalandið, á gelgjunni voru það unglingaherbergin og í dag er það ódýr matur, barnapössun + bjór á spottprís. -Og jú, líka húsgögnin! Litla snúllan mín elskar að setjast sjálf í litla krakkastóla svo að read more »

Einn af þessum dögum …

Flestir sem eiga ung börn hafa heyrt talað um úlfatímann, en það er einmitt tíminn á milli 17 og 20 þegar flestir heimilismeðlimir eru heima. Það er þó yfirleitt enginn slökunartími; foreldrarnir voru að klára vinnudaginn, búið er að sækja eitt barnið til dagmömmunnar, hitt á leikskólann og svo er það skutlið í tómstundir með read more »

Tímasparnaður hjá tímafrekri fjölskyldu

Eftir því sem börnunum fjölgar virðist sem klukkustundunum í sólahringnum fari fækkandi. Að því sögðu þá hefur tímasparnaður orðið eitt af mínum aðaláhugamálum. Ég er stanslaust að reyna að finna nýjar leiðir til að spara okkur mikilvægan tíma og þar með græða mikilvægan tíma. Eftir margar andvökunætur þar sem ég fer aftur og aftur yfir read more »

Einfaldleiki í eftirrétt

Eins og flestir landsmenn gerðum við fjölskyldan vel við okkur í mat og drykk um páskana. Góður matur er yfirleitt toppaður með girnilegum eftirrétt sem fær bragðlaukana til að hoppa af kæti en magann til að stynja af þunga. Oft finnst mér, eftir stóra og þunga máltíð, að þungur og dísætur eftirrétturinn megi bíða betri read more »

Húsmóðirin veltir fyrir sér…

Jæja, þá eru páskarnir loksins að renna sitt skeið. Svona langt frí er auðvitað kærkomið fyrir fjölskylduna til að rækta sambandið og gera skemmtilega hluti. Það er samt annað sem fylgir páskunum og það er farið að gera mig meira stressaða með hverju árinu. Lokanir verslana! Ég hefði aldrei trúað því að neysluhyggjan væri drifkrafturinn read more »

Gleðilega páska

Gyðjurnar senda ykkur bjartar og hlýjar páskakveðjur með von um að þið njótið samverustunda með fjölskyldu og vinum.

Fáðu meira út úr morgunmatnum

Allir vita að mikilvægasta máltíð dagsins er morgunmaturinn. Hollur og góður morgunmatur leggur grunninn að góðum degi. Við hér á Íslandi búum við þann veruleika að flesta morgna ársins er myrkur úti og það hvetur ekki beint til fótaferðar. Langflestir virðast líka hafa þann háttinn á að fara seint að sofa og seint á fætur. read more »

Hvenær varð ég svona?

Með augnskugga, fallegt hálsmen, rautt naglalakk og nokkra flotta hringa. Í sjúklega flottum gallabuxum, stígvélum með töff tösku. Sítt slegið hárið, í ljósri siffon blússu, alveg blettalausri og brúngylltri mjúkri peysu yfir. Sé glitta í fallegan blúndubrjóstarhaldara undir. Brún og sæt með rjóðar kinnar. Hún fer á fjórar fætur og treður sér hálfri inn í read more »

Páskapáskapáskaegg

Nú nálgast páskarnir á ógnarhraða og jólin nýbúin. Hillur verslananna eru stútfullar af nammifylltum súkkulaðieggjum sem gera manni það nánast ómögulegt að fara með barnið sitt í verslunarferð. Ég man hvað mér þótti páskaeggin spennandi þegar ég var lítil þannig að ég skil alveg gleðina og tilhlökkunina sem skín úr augum barnsins míns þegar það read more »

Tiltekt með börnum á leikskólaaldri

Það er upplagt að byrja snemma að venja börnin við að hjálpa til við heimilisverkin, ekki síst að aðstoða við tiltekt í eigin herbergi. Börnum á aldrinum 2-4 ára finnst gaman að hjálpa til, þau elska að fá að sópa og raða og flokka. Þessa eiginleika má auðvitað nýta til góðs í tiltekt og þjálfa read more »