Category Archives: Skemmtilegheit

Rigningarhelgi í borginni

Það er rigningarhelgi í borginni. Mér finnst dásamlegt að reka alla fjölskylduna út á svona dögum og njóta þess að hjóla með dropana í andlitinu eða hoppa í pollunum. Mér finnst reyndar skrítið hvað börnin mín hafa lítinn áhuga á pollahoppi, þetta var eitt að því skemmtilegasta sem ég gerði þegar ég var barn. Mér read more »

Ferð á bókasafnið

Það er eitthvað svo yndislegt við það að rölta á milli bókahilla og láta sig dreyma um að lesa og skoða allar þessar bækur. Ég fór með elsta barnið í smá dekurferð á bókasafnið í dag og lét hugann reika og drauminn rætast! Afraksturinn var ekki af verri gerðinni, ég kom heim með stafla af read more »

Heimadekur

Eins dásamlegt það er að fara í smá dekur á snyrtistofu þá hef ég hvorki tíma né fjárráð til þess að fara þangað reglulega. Ég hef ekki sagt skilið við vinkonur mínar snyrtifræðingana en á undanförnum árum hef ég þurft að hagræða aðeins og þar með draga úr snyrtistofuferðum. Ég hef orðið þeim mun duglegri read more »

Muffinsbakstur og skreytingar fyrir önnum kafnar húsmæður

Ég hef lengi haft áhuga á kökuskreytingum og eftir að börnin fóru að gera vart við sig í þessum heimi þá hef ég alltaf haft mikinn metnað fyrir afmælum og allskonar kökuskreytingartilefnum. Það vill þó yfirleitt þannig til að ég er á síðustu stundu með allt saman og get engan veginn gefið mér þann tíma read more »

Forréttur sem þú gleymir aldrei!

Ektamaðurinn minn bauð mér einu sinni út að borða á margra stjörnu veitingastað erlendis. Við leyfum okkur ekki oft slíkan munað en þegar við það gerum þá erum við ,,all in“. Þriggja rétta kvöldverður, vín og dásamlegur félagsskapur, þessu kvöldi á ég aldrei eftir að gleyma. Við rifjum oft upp matinn sem við fengum okkur, read more »

Latur kvöldmatur

Stundum nenni ég engu, sértaklega ekki að elda kvöldmat. Þó ég elski að eyða löngum stundum í eldhúsinu þá koma þær stundir sem mig langar mest af öllu að henda mér í sófann, hafa súkkulaði í kvöldmat og horfa á stelpumyndir. Þar sem ég á lítil börn sem heimta athygli, kvöldmat og góðar stundir er read more »

Gleðilegt sumar

Gyðjurnar óska öllum nær og fjær gleðilegs sumars með von og ósk um sólríka daga framundan. Við vonum að þið hafið notið dagsins með ykkar nánustu. Það er einnig okkar ósk að þið fylgið sumrinu úr hlaði með gleði, tilhlökkun og bjartsýni því íslensk sumur og náttúra eru svo sannarlega einstök og þeirra ber að read more »

Gæðastund gyðjunnar í morgunsárið

Þegar morgunskíman þig vekur, hví ekki að tipla á tánum fram & sjá hvað á móti þér tekur. Það gerði ég í morgun. Ég vaknaði fyrir allar aldir. Húsið var hljótt, maðurinn og barnið steinsofandi og ég glaðvöknuð. Vorið liggur í loftinu og sumarið handan við hornið. Allt í einu eru skilin á milli dags read more »

Einföld yfirhalning á rimlarúmi

Dóttir mín sefur í einföldu IKEA rimlarúmi. Lime grænu og krúttlegu. Hugmyndir fyrir heimilið er síða sem ég skoða reglulega enda leynast margar ljómandi góðar hugmyndir þar. Ein af þeim er einmitt “prentun” á húsgögn. Það eina sem til þarf er: prentari, “Mod Podge” og húsgagn sem þráir upplyftingu. Yfirleitt er talið betra að nota read more »

Forskot á sæluna með svalandi sumardrykk

Þegar sólin stelst til að skína og hitinn hækkar uppfyrir 5 gráður gleðst mitt litla hjarta og tilhlökkunin fyrir sumrinu verður allsráðandi. Ég kemst alltaf í glansandi sumarskap þegar ég skelli eftirfarandi í blandarann: Vatnsmelóna Frosin jarðaber Nokkur myntulauf Appelsínusafi Klakar Hlutföll fara bara eftir smekk og skapi, ég eyði ekki dýrmætum tíma í að read more »