Besta sparnaðarráðið: Gerðu hlutina af yfirveguðu ráði Ég reyni að fara eftir þessu sjálf, en það klikkar samt stundum. Bestu kaupin og þau sem ég hef verið ánægðust með til lengdar eru samt yfirleitt þau sem ég hef gert af yfirveguðu ráði. Maður getur nefninlega í raun sparað sér heilmikið þannig. Þegar kemur að innkaupum read more
Category Archives: Hugleiðingar húsmóður
Er grasið grænna hinum megin?
Oft og tíðum virðist grasið vera grænna hinum megin. Ég upplifi það reglulega í mínu lífi að finnast aðrir hafa það SVO miklu betra en ég og á það til að verða pínu abbó, en samt bara pínu! Algeng dæmi um þetta eru þegar ég fer með vinkonum mínum út að borða og þær panta read more
Einn af þessum dögum …
Flestir sem eiga ung börn hafa heyrt talað um úlfatímann, en það er einmitt tíminn á milli 17 og 20 þegar flestir heimilismeðlimir eru heima. Það er þó yfirleitt enginn slökunartími; foreldrarnir voru að klára vinnudaginn, búið er að sækja eitt barnið til dagmömmunnar, hitt á leikskólann og svo er það skutlið í tómstundir með read more
Húsmóðirin veltir fyrir sér…
Jæja, þá eru páskarnir loksins að renna sitt skeið. Svona langt frí er auðvitað kærkomið fyrir fjölskylduna til að rækta sambandið og gera skemmtilega hluti. Það er samt annað sem fylgir páskunum og það er farið að gera mig meira stressaða með hverju árinu. Lokanir verslana! Ég hefði aldrei trúað því að neysluhyggjan væri drifkrafturinn read more
Hvenær varð ég svona?
Með augnskugga, fallegt hálsmen, rautt naglalakk og nokkra flotta hringa. Í sjúklega flottum gallabuxum, stígvélum með töff tösku. Sítt slegið hárið, í ljósri siffon blússu, alveg blettalausri og brúngylltri mjúkri peysu yfir. Sé glitta í fallegan blúndubrjóstarhaldara undir. Brún og sæt með rjóðar kinnar. Hún fer á fjórar fætur og treður sér hálfri inn í read more
Páskapáskapáskaegg
Nú nálgast páskarnir á ógnarhraða og jólin nýbúin. Hillur verslananna eru stútfullar af nammifylltum súkkulaðieggjum sem gera manni það nánast ómögulegt að fara með barnið sitt í verslunarferð. Ég man hvað mér þótti páskaeggin spennandi þegar ég var lítil þannig að ég skil alveg gleðina og tilhlökkunina sem skín úr augum barnsins míns þegar það read more
Fokk!
Fokk Samkvæmt nýjustu rannsóknum er erfið hreyfing á meðgöngu ekki skaðleg hinu ófædda barni. Nú fýkur sú afsökun út í veður og vind! Það er kannski eins gott að ég er hætt barneignum, ég náði þó allavega að eiga mín þrjú yndislegu börn og naut þess að þurfa ekki að hreyfa á mér litla fingur read more
Játning
Ég þarf að gera játningu. Skuggalega og ljóta játningu. Ég elska að kreista bólur. Ég elska að horfa á aðra kreista bólur. Ég elska líka að kroppa sár og allskonar exem. Ég á erfitt með mig ef ég hitti fólk með áberandi bólu, sár, exem eða eitthvað sem hægt er að kroppa í eða kreista! read more