Category Archives: Gyðjurnar mæla með

Einfaldleiki í eftirrétt

Eins og flestir landsmenn gerðum við fjölskyldan vel við okkur í mat og drykk um páskana. Góður matur er yfirleitt toppaður með girnilegum eftirrétt sem fær bragðlaukana til að hoppa af kæti en magann til að stynja af þunga. Oft finnst mér, eftir stóra og þunga máltíð, að þungur og dísætur eftirrétturinn megi bíða betri read more »

Segðu það með blómum…

Blómabændur biðja okkur um að segja það með blómum. Þeir segja ekki hvernig blómum þó! Það eru páskar á næsta leyti og því sagði ég fjölskyldunni minni það með gulum smjörkremsblómum.

Út að leika með börnin og myndavélina

Það er ómetnalegt að eiga fallegar myndir af fjölskyldunni. Hvernig væri að nýta góða veðrið og fara með krakkana út í garð og taka af þeim fallegar myndir? Prófaðu að taka með sápukúlur, það setur skemmtilegan svip á myndirnar. Ef þú ert venjulega fyrir aftan myndavélina fáðu makann til að koma með og smella af read more »

Kanillatté

Sunnudagar eru nammidagar á mínu heimili. Ég forðast það að fá mér nammi yfir höfuð þar sem ég er forfallinn nammigrís og myndi eflaust detta í‘ða eftir einn mola. Því fæ ég mér frekar gott kaffi á sunnudögum. Ég fór stundum á kaffihús og splæsti mér í rándýran latte með sírópi en eftir að ég read more »

Brjóttu upp daginn!

Án hreyfingar veslast vöðvar upp og verða að engu. Það sama má segja um heilann. Heilanum er nauðsynlegt að fá ný viðfangsefni og áskoranir að kljást við sem efla skilningarvitin. Keyrðu nýja leið í vinnuna! Leystu sudoku þraut! Hlustaðu á aðra útvarpsstöð en vanalega! Verslaðu í matinn í annarri búð, í öðru hverfi! Prófaðu að read more »

Núna er tíminn!

Núna er rétti tíminn til þess að gleðja líkama og sál, aðallega bragðlaukana þó og planta kryddjurtum. Hver vill ekki eiga fullan eldhúsglugga af girnilegu basil og kóríander sem nota má í eldamennskuna? Hvað þá fullt ker af ilmandi myntu og graslauk á svölunum eða í garðinum! Auk þess sem að fátt er betra en read more »