Category Archives: Gyðjurnar mæla með

Naut og bernaise!

Nautasteik með ,,bernes“ Það er ekkert betra en heilgrilluð nautalund með bernes og bakaðri kartöflu. Ekkert. Þetta er hátíðarmaturinn á mínu heimili, eldað við sérstök tilefni eins og afmæli, áramót og þessháttar. Áður en við masteruðum nautið fengum við okkur oft nautasteik þegar við fórum út að borða en það eru liðnir tímar, nú er read more »

Ravelry

Ravelry er algjör gullnáma fyrir prjónara og heklara. Þetta er opinn vefur þar sem m.a. er hægt er að halda utan um handavinnuverkefnin sín, uppskriftirnar sínar, punktana sem fylgja hverju verkefni, prjónana, skoða verk annarra, skoða uppskriftir, skoða mismunandi útfærslur á sömu uppskriftinni, kaupa uppskriftir, selja uppskriftir og síðast en ekki síst fá innblástur! Möguleikarnir read more »

Sparnaðarhugleiðingar Gyðjunnar

Besta sparnaðarráðið: Gerðu hlutina af yfirveguðu ráði Ég reyni að fara eftir þessu sjálf, en það klikkar samt stundum. Bestu kaupin og þau sem ég hef verið ánægðust með til lengdar eru samt yfirleitt þau sem ég hef gert af yfirveguðu ráði. Maður getur nefninlega í raun sparað sér heilmikið þannig. Þegar kemur að innkaupum read more »

Stefnumót út árið

Við hjónin ákváðum þessi jólin að gefa hvort öðru litla jólagjöf í ár. Innan vinkonuhópsins hafði verið rætt um að gefa makanum stefnumótakassa og ég ákvað að slá til. Við hittumst eitt kvöldið í desember, spjölluðum, borðuðum konfekt, drukkum malt og appelsín, hlustuðum á jólatónlist, skiptumst á hugmyndum og föndruðum kassana. Allt sem þarf í read more »

Á ferð og flugi – minnislisti fjölskyldunnar

Við förum í fríið…! Eitt af mínum uppáhaldsáhugamálum eru ferðalög og mér finnst fátt skemmtilegra en að skipuleggja ferðalög með fjölskyldunni. Það er þó ekki nóg að fjárfesta í flugmiða og leggja af stað. Eitt lykilatriði fyrir vel heppnaða fjölskylduferð er að skipuleggja farangurinn vel, ekki síst ef ferðast er með ung börn. Hér eru read more »

Tiltekt og þrif – leiðindi eða fjör?

Mér finnst alveg einstaklega leiðinlegt að þrífa og taka til. Heimili mitt ber þess samt yfirleitt ekki merki, ég reyni að taka til jafnóðum, þrífa þegar þarf, vaska strax upp eftir matinn og svo framvegis. En draslið á það til að safnast upp hjá einstæðri tveggja barna móður í fullu háskólanámi og það kemur fyrir read more »

Heimilisverkópóló

Ég hef lengi barist við það að fá aðra á heimilinu til að átta sig á því að það er gott að vera í hreinu og fínu húsi. Börnin mín virðast una sér best með allt dótið sitt í stofunni, matinn á gólfinu, fötin út um allt og mömmu sína galandi um allar trissur. Við read more »

Ferð á bókasafnið

Það er eitthvað svo yndislegt við það að rölta á milli bókahilla og láta sig dreyma um að lesa og skoða allar þessar bækur. Ég fór með elsta barnið í smá dekurferð á bókasafnið í dag og lét hugann reika og drauminn rætast! Afraksturinn var ekki af verri gerðinni, ég kom heim með stafla af read more »

Gleðilegt sumar

Gyðjurnar óska öllum nær og fjær gleðilegs sumars með von og ósk um sólríka daga framundan. Við vonum að þið hafið notið dagsins með ykkar nánustu. Það er einnig okkar ósk að þið fylgið sumrinu úr hlaði með gleði, tilhlökkun og bjartsýni því íslensk sumur og náttúra eru svo sannarlega einstök og þeirra ber að read more »

Gæðastund gyðjunnar í morgunsárið

Þegar morgunskíman þig vekur, hví ekki að tipla á tánum fram & sjá hvað á móti þér tekur. Það gerði ég í morgun. Ég vaknaði fyrir allar aldir. Húsið var hljótt, maðurinn og barnið steinsofandi og ég glaðvöknuð. Vorið liggur í loftinu og sumarið handan við hornið. Allt í einu eru skilin á milli dags read more »