Eins og flestir landsmenn gerðum við fjölskyldan vel við okkur í mat og drykk um páskana. Góður matur er yfirleitt toppaður með girnilegum eftirrétt sem fær bragðlaukana til að hoppa af kæti en magann til að stynja af þunga. Oft finnst mér, eftir stóra og þunga máltíð, að þungur og dísætur eftirrétturinn megi bíða betri tíma. Eftir safaríka nautasteik með bakaðri kartöflu og piparsósu þá þótti mér við hæfi að fá mér einfaldlega gott kaffi (í fallegum bolla að sjálfsögðu), smá rjómalíkjör og gott súkkulaði, dökkt og ósykrað. Síðasta rauðvínsglasið varð að fá að fylgja með. Gerum meira af því að njóta einfaldleikans!