Bananabrauð


Ég elska bananabrauð! Hver sá sem datt í hug að stappa saman banönum, eggi og hveiti og baka er snillingur. Þetta er svo einfalt og gott. Ég styðst iðulega við uppskriftina frá Rögnu á ragna.is og hún gaf mér góðfúslegt leyfi til að endurbirta hana hér. Ég er ekki vön að halda mig við uppskrift og láta þar við sitja og það á víst líka við um hér. Mér finnst ég hafa dottið í lukkupottinn ef ég á fjóra gamla banana því þá get ég skellt í eitt venjulegt, til að borða með smjöri og osti, og annað með einhverju útí. Hvort sem ég set súkkulaði, hnetur, rúsínur, kókosmjöl eða hvað sem er, þá er þetta yfirleitt dásamlega gott. Ef ég bæti döðlum eða kókosmjöli útí þá minnka ég að sama skapi sykurinn í uppskriftinni.

2 stappaðir bananar (brúnir eru betri)
1 egg

Eggið og bananarnir eru stappaðir saman í graut.

1 bolli hveiti
1/2 bolli sykur
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt

Öllu hrært saman og sett inn í ofn, 180° í 30-40 mínútur. Ef deigið er of þurrt þá hef ég bætt útí það smá jógúrti eða mjólk.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.