Ferð á bókasafnið

Það er eitthvað svo yndislegt við það að rölta á milli bókahilla og láta sig dreyma um að lesa og skoða allar þessar bækur. Ég fór með elsta barnið í smá dekurferð á bókasafnið í dag og lét hugann reika og drauminn rætast! Afraksturinn var ekki af verri gerðinni, ég kom heim með stafla af matreiðslubókum og blöðum – og eina saumabók. Hvort ég muni einhvern tímann gera eitthvað úr þessum bókum verður að koma í ljós en mér nægir alveg að kúra í sófanum með góðan kaffibolla og flétta í gegnum herlegheitin. Barnið fékk líka sitt, það var öllu hógværara en ég og fékk sér bara eina dvd-mynd.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.