Forskot á sæluna með svalandi sumardrykk

Þegar sólin stelst til að skína og hitinn hækkar uppfyrir 5 gráður gleðst mitt litla hjarta og tilhlökkunin fyrir sumrinu verður allsráðandi. Ég kemst alltaf í glansandi sumarskap þegar ég skelli eftirfarandi í blandarann:

Vatnsmelóna
Frosin jarðaber
Nokkur myntulauf
Appelsínusafi
Klakar

Hlutföll fara bara eftir smekk og skapi, ég eyði ekki dýrmætum tíma í að fjarlægja steinana úr melónunni áður en ég skutla henni í blandarann.

Það getur sett skemmtilegt tvist á drykkinn að mauka saman ananas og melónu og bæta útí glasið.

Það er hægt að sigta drykkinn og þá hentar hann betur yngri kynslóðinni. Mér finnst hann bestur eins og hann kemur úr blandaranum og þykktinni stjórna ég með appelsínusafanum.

Njótið!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.