Elska ekki allir IKEA? Ég geri það a.m.k og hef gert frá því ég man eftir mér! Upphaflega var það líklega boltalandið, á gelgjunni voru það unglingaherbergin og í dag er það ódýr matur, barnapössun + bjór á spottprís. -Og jú, líka húsgögnin!
Litla snúllan mín elskar að setjast sjálf í litla krakkastóla svo að ég varð auðvitað að gera mér ferð í IKEA um daginn. Áður en ég keypti stól fyrir hana (og allt hitt dótið sem ég varð að eignast í eldhúsið mitt) fékk ég mér auðvitað kjötbollur með sultu, einn ískaldan á kantinum og skúffuköku í eftirrétt. -Beisik!
-en aftur að stólnum. Poäng stóllinn varð fyrir valinu enda klassískur með meiru og huggulegt stofustáss. En þeir eru allir með beige lituðu áklæði, hver vill það?
Mynd fengin af ikea.is
Á bakaleiðinni stoppaði ég í föndurbúðinni í Kópavoginum (Litir & föndur) og splæsti í fatalit og festi. Því næst í Bónus og keypti saltpoka. Brunaði svo heim með varninginn, skellti áklæðinu og saltinu í þvottavélina og setti í gang! Hellti svo fatalitnum í sápuhólfið og horfði spennt á tromluna fara hring eftir hring eftir hring … klukkutíma eða tveimur síðar tók ég úr vélinni og út kom þetta líka fallega stelpubleika áklæði á fína Poäng stólinn. Húrra fyrir mér!
Þegar allt kom til alls var frábært að hafa áklæðið ólitað. Húrra fyrir IKEA!
Stiklað á stóru:
1. Kaupa POÄNG stól.
2. Kaupa fatalit.
3. Setja áklæðið í þvottavél + fatalit (fylgja leiðbeiningum sem fylgja með).
4. Púsla saman og voila!
1. Kaupa POÄNG stól.
2. Kaupa fatalit.
3. Setja áklæðið í þvottavél + fatalit (fylgja leiðbeiningum sem fylgja með).
4. Púsla saman og voila!
2 Comments
Til hvers er saltið?
Framleiðandi fatalitarins mælir með saltinu og við mælum eindregið með því að farið sé eftir leiðbeiningum framleiðanda til að sem bestur árangur náist.