Græna gyðjan

Ég veit fátt betra en að hefja daginn á hollum, góðum og brakandi ferskum safa!

Það er um að gera að fá sér hollan og næringarríkan morgunsafa um páskana, sér í lagi þar sem við leyfum okkur oft meira yfir hátíðar og gerum vel við okkur í mat og drykk. Við njótum þess enn betur ef við byrjum daginn á hollustu. Það er svo gott í bland við dísæt og góð páskaegg, ilmandi steikur, dúandi hnallþórur og ljúf rauðvín.

Grænir og vænir safar eru í sérstöku uppáhaldi á mínu heimili og hér er uppskrift af einum slíkum.

Græna gyðjan:

Spínat – væn lúka af frosnu spínati (ég kaupi það ferskt og set pokann beint í frystinn)
Mangó – væn lúka af frosnu mangó
Appelsínusafi – hreinn appelsínusafi, eftir smekk (ca. 1-3 dl)
Engifer – eftir smekk (ég raspa ca. 2-3 tsk af fersku engifer)
Hörfræ – ca. 1-2 msk
Chia fræ – ca. 1-2 msk (í þennan drykk þarf ekkert frekar að láta þau liggja í bleyti áður)

Allt sett í blandara, blandað & voilà!

Eins og þið sjáið eru hlutföllin ekki heilög. Það fer algjörlega eftir smekk hvers og eins hvað telst hæfilegt hvað varðar þykkt og áferð. Það má sleppa fræjunum, en mér finnst þau góð og hef þau því með. Áferðin verður líka svo skemmtileg ef maður setur fræ með í blandarann.

Þessi drykkur er stútfullur af vítamínum og næringarefnum. Margir myndu eflaust fullyrða að hann væri allra meina bót. Við gyðjurnar förum þó varlega í slíkar fullyrðingar, en við getum þó fullyrt að okkur finnst hann góður og hressandi!

Verði ykkur að góðu!

Tips: Margir kvarta yfir því hvað það sé mikið maus og vesen að blanda sér safa, þrif á blandara sé vinna og taki því ekki fyrir eina manneskju. Ef þið eruð í þeim hópi hví ekki að prófa töfrasprotann? Ég nota hann óspart!

Comments are closed.