Út að leika með börnin og myndavélina

Það er ómetnalegt að eiga fallegar myndir af fjölskyldunni. Hvernig væri að nýta góða veðrið og fara með krakkana út í garð og taka af þeim fallegar myndir? Prófaðu að taka með sápukúlur, það setur skemmtilegan svip á myndirnar. Ef þú ert venjulega fyrir aftan myndavélina fáðu makann til að koma með og smella af þér og börnunum. Jafnvel gæti elsta barnið séð um myndatökuna um stund, þau sjá oft önnur og skemmtilegri sjónarhorn en við.

Þið getið farið á uppáhaldsstaðinn ykkar, hvort sem það er skógarrjóður eða fjara. Takið með ykkur nesti og gerið skemmtilegan dag úr þessu.

Comments are closed.