Brjóttu upp daginn!

Án hreyfingar veslast vöðvar upp og verða að engu. Það sama má segja um heilann. Heilanum er nauðsynlegt að fá ný viðfangsefni og áskoranir að kljást við sem efla skilningarvitin.

Keyrðu nýja leið í vinnuna!

Leystu sudoku þraut!

Hlustaðu á aðra útvarpsstöð en vanalega!

Verslaðu í matinn í annarri búð, í öðru hverfi!

Prófaðu að elda eitthvað nýtt í kvöldmatinn!

Mátaðu fötin aftast í fataskápnum!

Gakktu berfætt í sandinum í Nauthólsvík!

Farðu á listasafn!

Leggstu í snjóinn og horfðu á himininn!

Komdu makanum á óvart með óvæntu stefnumóti!

Gefðu öndunum brauð!

Comments are closed.