Þetta er eitthvað sem ég geri oft og finnst alveg rosalega gott. Ég geri þetta oftast á morgnanna, hef fengið mér þetta í hádegismat og jafnvel kvöldmat ef ég er ein heima og nenni engri fyrirhöfn. Krakkarnir hafa meira að segja fengið þetta í eftirrétt og líkað vel. Eins einfalt og hægt er að hafa það, eins hollt og hægt er að hafa það og svo er aukabónus að hver skammtur kostar ekki mikinn pening.
2 msk Chia fræ
1 – 1 1/2 bolli frosin berjablanda (taka út aðeins áður en á að mauka svo mesta frostið sé farið úr)
1-2 msk grísk jógúrt.
Komið! Þetta getur ekki verið flókið er það? Settu fræin í vatn og láttu þau bíða þangað til þau eru orðin að geli. Maukaðu berin og þegar þau eru orðin silkimjúk þá blandaru fræjunum saman við. Setur í fallega skál og toppar með grísku jógúrtinni. Njóttu vel!



