Appelsínusúkkulaðidúndur

Helgardesertinn!

Í dag er föstudagur sem þýðir að á morgun er laugardagur! Á mínu heimili viðhöfum við þeirri góðu hefð að gera vel við okkur á laugardögum. Það gerum við með því að breyta út af hversdagsleikanum, fara í bæjarferð, bjóða vinum í dögurð, skella okkur í Húsdýragarðinn eða heimsækja jafnvel einn af þeim yndislegum sundstöðum sem höfuðborgin hefur upp á að bjóða.

Á laugardögum eldum við líka góðan mat og þá er ómissandi að borinn sé á borð eftirréttur.
„Appelsínusúkkulaðidúndur “ er einföld og syndsamlega góð súkkulaðimús sem klikkar aldrei og allir í fjölskyldunni hreint út sagt elska!

Appelsínusúkkulaðidúndur (fyrir 4-6)

Innihald
1/4 l rjómi
ca. 400 gr. KEA vanilluskyr
100 gr. síríus konsum orange súkkulaði
100 gr. dökkur súkkulaðispænir

Aðferð
Byrjið á að þeyta rjómann, bætið skyrinu varlega út í, þeytið aftur stutt á mjög lágum hraða (um 10 sek.). Bræðið súkkulaðið og setjið út í. Hrærið varlega með skeið og bætið súkkulaðispæninum út í. Til að þetta blandist allt saman vel saman þeytið aftur stutt á mjög lágum hraða (um 10 sek. eða þar til þið sjáið að blandan er jöfn).
Gætið þess að þeyta ekki lengi í seinni tvö skiptin, þannig að rjóminn verði of þeyttur.

Á mínu heimili tíðkast að setja músina í falleg glös sem gleðja augað. Notið hugmyndaflugið og skreytið með súkkulaðispæni eða öðru skemmtilegu sem þið eigið til.

Góða helgi & verði ykkur að góðu!

Comments are closed.